Foreldamissir

Næsti hópur mun fara af stað 12.september 2018

 

Að missa foreldri ótímabært er án ef eitthvert mesta áfall sem barn eða ung manneskja getur upplifað. Oft fylgir slík reynsla, sérstaklega ef ekki er unnaið með hana fólki ævinan á enda. Því er nauðsynlegt til þess að sú reynsla verði ekki hamlandi seinna á lífsleiðinni að vinna úr slíku, láta laust, talað við einhvern náinn eða jafnvel einhvern hlutlausan sem veitir huggun. Það er gott að geta talað um tilfinningar sínar þegar svo stendur á.

Ný Dögun eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð, sem hafa það að markmiði að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Starfsemi félagsins lýtur fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og fræðslu. Samtökin eru öllum opin. Félagið hefur á að skipa reyndum aðilum sem unnið hafa að sálgæslu og geta veitt stuðning og ráðgjöf.

Samtökin bjóða uppá samverustundir, fyrirlestra og stuðningshópa fyrir þau sem hafa orðið fyrir ótímabærum missi.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér stuðning Nýrrar Dögunar við foreldramissi þá getur þú haft samband.            

Tengiliður okkar er : Birna Dröfn Jónasardóttir,                                                                      

Netfang:  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                                                                                                       

Sími: 699-8687