Makamissir

Næstu hópar munu fara af stað 13.nóvember og 15.nóvember 2018

 

Margir þurfa að takast á við makamissi á lífsleiðinni, en algengast er að það verði vegna skilnaðar eða andláts. Makamissir vegna andláts reynir oftast mjög á þolrif þeirra sem fyrir verða og í mörgum tilvikum nær fólk varla utanum vandann

Flestar kenningar um sorgina fjalla um viðbrögð þess sem verður fyrir áfalli og missi.

Til að mynda leita menn svara við spurningum sem þessum: Hvaða hlutverki gegndi sá sem er horfinn? Hvaða innri persónulegu þýðingu hefur atburðurinn fyrir þann sem missir? Á hvaða lífsskeiði er einstaklingurinn sem verður fyrir missi? Hver voru tilfinningatengslin? Hvernig er félagslegt umhverfi og fjölskylduaðstæður þess sem eftir er?

Þessir þættir eru mikilvægir þegar um er að ræða makamissi.

Við fráfall maka fær eftirlifandi jafnan samúð og umhyggju. Sá sem lést er horfinn að eilífu. Við dauðsfall eru fyrir hendi skýrar reglur og hefðir um það hvernig hinn látni er kvaddur. Það undirstrikar missinn og veitir farveg fyrir sorgarúrvinnslu og samúð til eftirlifandi. Oft verða margir til þess að veita hjálparhönd, bæði fagaðilar, ættingjar og vinir.

Ný dögun eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð, sem hafa það að markmiði að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Starfsemi félagsins lýtur fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og fræðslu. Samtökin eru öllum opin. Félagið hefur á að skipa reyndum aðilum sem unnið hafa að sálgæslu og geta veitt stuðning og ráðgjöf.

Samtökin bjóða upp á samverustundir, fyrirlestra og stuðningshópa fyrir ekkjur og ekkla sem hafa orðið fyrir makamissi

Ef þú hefur áhuga á að kynnar þér stuðning Nýrrar Dögunar við makamissi þá getur þú haft samband .

Tengiliður okkar er : Hulda Guðmundsdóttir

Netfang:  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  / This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 893 2789