Þann 7. febrúar kl. 20:00 verður fræðslukvöld þar sem fjallað verður um „bjargráð í sorg" þ.e. hvað getur helst hjálpað okkur í sorginni.

Það er Sigurður Arnarson sem sér um erindið en hann hefur þjónað sem prestur frá árinu 1995. Sigurður hefur m.a. lokið starfréttindanámi, sem sjúkrahúsprestur frá Meriter, sjúkrahúsinu í Wisconsin í Bandaríkjunum og starfað sem slíkur þar, í Bretlandi og Luxemborg. Sigurður er nú sóknarprestur Kópavogskirkju.

Ásamt Nýrri dögun stendur Birta, landssamtök að þessu fræðslukvöldi.

 

Staðsetning: Safnaðarheimili Háteigskirkju (ekki í kirkju).

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.