Stjórn Nýrrar dögunar verður með opið hús kl. 20-22, föstudaginn 8. desember í safnaðarheimili Háteigskirkju í tilefni af því að þann dag eru 30 ár frá stofndegi samtakanna.
Þau sem hafa notið þjónustu Nýrrar dögunar á þessum árum, eða hafa unnið fyrir samtökin, eru hjartanlega velkomin!
Við bjóðum upp á heitt súkkulaði, kertaljós og notalega samveru - engar ræður!