Samvera á aðventu fyrir syrgjendur verður haldin í Grafarvogskirkju 7. desember n.k. kl. 20.00.

 

 

Dagskrá samverunnar:

Jólasöngvar

Tónlistarflutningur

Ritningarlestrar

Hugvekja

Minningarstund

 

Meðal þeirra sem fram koma á samverunni eru: Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala sem les ritningarlestur og sr. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sem flytur hugvekju.

 

Samveran er ætluð þeim sem eiga um sárt að binda vegna andláts ástvinar. Markmiðið er að bjóða til stundar þar sem tækifæri gefst til að undirbúa jólahátíðina í skugga sorgar og að minnast látinna ástvina.

Að samverunni standa Landspítalinn, Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð og Þjóðkirkjan.