Kynningarfundur: Samtal um makamissi

Ný dögun, stuðningur í sorg og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins bjóða ekkjum og ekklum að taka þátt í starfi stuðningshópa vegna makamissis í haust.

Kynningarfundur verður haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju miðvikudaginn 1. nóvember 2017 kl. 20:00.
Hulda Guðmundsdóttir fjallar um makamissi og kynnt verður væntanlegt hópastarf.
Tekið verður við skráningu í stuðningshópa fyrir þá sem hafa misst maka.

Kaffiveitingar. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.