Fræðslukvöld Nýrrar dögunar
5. apríl kl. 20:00
í safnaðarheimili Háteigskirkju

 

AÐ FINNA LEIÐINA
um það hvernig við getum hjálpað okkur sjálf eftir að hafa lent í áföllum.

 

Sigurbjörg Bergsdóttir / ráðgjafi hjá Lausninni, fjölskyldumiðstöð (BA/MA).
Sigurbjörg mun bæði kynna og kenna The Community Resiliency Model™ (CRM) sem er áhrifarík áfallafræði og tækni sem allir geta tileinkað sér. Markmið er læra hvernig við getum hjálpað okkur sjálfum eftir áföll. Einnig að byggja upp „áfallameðvitund“ og auka skilning á afleiðingum áfalla í tengslum við streituvaldandi þætti og hvernig þeir geta haft alvarleg áhrif á taugakerfið.

Rannsóknir benda til að CRM aðferðin skili árangri hjá fólki sem þjáist af áfallastreitu, kvíða, þunglyndi og líkamlegum verkjum í kjölfar áfalls.

Fyrirlesturinn hentar öllum sem lent hafa í áfalli, þeim sem áhuga hafa á áfallafræðum og ekki síður þeim er starfa við að hjálpa öðrum, t.d. björgunarsveitarfólki, liðsmönnum hjálparsamtaka, fagfólk í heilbrigðisstéttum, félagsráðgjöf, sálgæslu og sálfræði.

Nánar:
Þekking á CRM aðferðarfræðinni hjálpar einstaklingum að ná aftur jafnvægi á eigin taugakerfi eftir áföll og að mynda viðnám gegn áföllum. Hún kennir fólki að þekkja virkni taugakerfisins og að skynja og skilja líkamleg einkenni til að bæta líðan sína.

Trauma Resource Institute (TRI) frá Bandaríkjunum er stofnunin á bak við þessi fræði sem þjálfar einstaklinga ekki aðeins til að hjálpa sjálfum sér heldur einnig til að vera undir það búna að aðstoða aðra í samfélaginu ef áföll verða. TRI var stofnuð í október 2006 og hefur þegar látið mikið að sér kveða víða innan og utan Bandaríkjanna. Sérfræðingar TRI hafa verið fengnir til að fara inn á hamfarasvæði, s.s. í Kína, Haiti, Afríku, Filipseyjum, Guatemala, Rwanda, Fílabeinsströndinni, Kenya, Japan, Sierra Leone, Mexico, Nepal, Úkraínu, Serbíu og Tyrklandi.