Tveir stuðningshópar fara af stað nú í október:

10. október fer af stað starf í stuðningshópi fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Það er Svavar Stefánsson sem sér um hópinn og skráning fer fram með tölvupósti til hans: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - eða í síma 8602266.

20. október fer af stað starf í stuðningshópi fyrir ungt fólk sem misst hefur foreldri. Það er Steinunn Sigurþórsdóttir sem sér um hópinn og skráning fer fram með tölvupósti til hennar: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 895 9757.

20. október er ,,opið hús" í Setrinu, 1. hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju (inngangur að norðanverðu) Opið hús er opinn stuðningshópur þangað sem fólk getur komið einu sinni eða oftar. Opið hús byggir á því að þátttakendur deila reynslu hver með öðrum, tjá sig eða hlusta á það sem aðrir hafa fram að færa. Hér er því að ferðinni n.k. jafningjastuðningur eða jafningjafræðsla. Allir sem koma fá tækifæri til að tjá sig án þess að það sé nein skylda – fólk getur allt eins komið og hlustað á sögur annarra af sorgarúrvinnslu sinni. Það sem sagt er á fundinum er bundið trúnaði.