Góðan dag,
á Heilsustofnun í Hveragerði er boðið upp á ýmis námskeið, þ.á.m. Sorgin og lífið, vikunámskeið sem reynst hefur mjög vel.

Heimilislæknar, prestar, sálfræðingar o.fl. hafa í einhverjum tilvikum bent fólki á þetta námskeið sem Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur hefur stýrt og þátttakendur hafa í flestum tilvikum fengið heilmikið út úr dvölinni hjá okkur. Við höfum boðið upp á þetta námskeið á síðustu misserum til að svara eftirspurn um styttri dvöl hjá okkur en einnig kemur fólk til okkar á stuðningslínu með beiðni frá lækni og er þá í 3-6 vikur. 

Þetta námskeið heyrir ekki undir beiðnafyrirkomulagið en hentar mörgum sem vilja stíga skrefið í átt að bata.

 

http://heilsustofnun.is/dagskra/namskeid