Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga - dagskrá 9. og 10. september:
 
"ÖLL SEM EITT"  málþing 
Hvar/hvenær:  Borgartúni 30 (húsnæði Geðhjálpar) 9. sept.  kl. 15.00 – 16.45.
 
 
15.00 – 15.05 Inngangur. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fundarstjóri og framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
15:05 – 15.15 Útmeð‘a – frumsýning gagnvirks forvarnarmyndbands Hjálmar Karlsson, verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins, segir frá öðrum áfanga Útmeð‘a forvarnarverkefnis Geðhjálpar og Hjálparsímans og frumsýnir gagnvirkt forvarnarmyndband um sjálfsskaða.
15:15 – 15.30 Með farangurinn á bakinu Tómas Kristjánsson, sálfræðingur, fjallar um forvarnir gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum og kynnir nýjan forvarnarvef Útmeð‘a.
15.30 – 15.40 Tónlist Jón Jónsson, tónlistarmaður, tekur lagið.
15.40 – 16.00 Þegar neyðin er mest Fanný Hrund Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir og Ragna Kristmundsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar, fjalla um bráðaþjónustu geðsviðs LSH og Barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL).
16.00 – 16.20 Pieta á Íslandi Auður Axelsdóttir, Hugarafli, kynnir vinnu við stofnun og rekstur ráðgjafaþjónustu vegna sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana undir merkjum Pieta House á Íslandi.
16.20 – 16.45 Kaffi – spjall.
 
Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis.
 
10. sept. kl. 20:00 Minningarstundir með hugvekju og tónlist verða haldnar í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju og Keflavíkurkirkju.

Að dagskrá Alþjóðadagsins standa: Embætti Landlæknis, Geðhjálp, Hugarafl, Ný dögun samtök um sorg og sorgarviðbrögð, Landspítalinn, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Lifa, Rauði Kross Íslands og Þjóðkirkjan. Frekari upplýsingar veita Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur hjá embætti landlæknis í s. 862 8156 og Anna G. Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar í s. 693 9391.