Nú hefur Halldór Reynisson (f.v. formaður Nd) bæst við sem hlaupari fyrir Nýja dögun á laugardaginn.

Enn er tækifæri til að styrkja hlauparana okkar með því að fara inn á vefinn: www.hlaupastyrkur.is og slá inn nafn Halldórs eða Þorsteins Andréssonar og þá færðu síðu með nánari upplýsingum.

Hægt er að styðja starf Nýrrar dögunar með debet- eða kreditkorti (frjáls framlög) með færslu á síðu hlauparanna, en einnig með sms:

Ef þú slærð inn númerið 3971 (númer Halldórs) eða 2745 (númer Þorsteins) þú getur valið um þrjár upphæðir:

til að styrkja um 1.000,- velur þú símanr. 901 1000

til að styrkja um 2.000,- velur þú símanr. 901 2000

til að styrkja um 5.000,- velur þú símanar. 901 5000

Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð þakka stuðninginn.