Reykjavíkurmaraþon þetta árið verður 20. ágúst. Þar safna ýmis góðgerðarfélög áheitum, m.a. Ný dögun (www.sorg.is) en samtökin verða 30 ára á næsta ári. Nú gefst velunnurum tækifæri til að leggja starfinu lið með áheitum á þau sem hlaupa í nafni Nýrrar dögunar.

Þú ferð inn á www.hlaupastyrkur.is, smellir á „Heita á", finnur t.d. hlauparann Þorstein Andrésson sem safnar fyrir Nýja dögun og velur greiðsluleið sem gefin er upp. 

Sjá slóðina https://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=41802

Það væri gaman ef fleiri gefa sig fram til að  hlaupa fyrir Nýja dögun. Markmiðið er að safna 100þúsund krónum.