Fimmtudagskvöldið 19.nóvember er opið hús á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og hefst það kl. 20:00 í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Opið hús er opinn vettvangur þar sem fólk getur komið, spallað og fengið sér kaffi, tjáð sig eða hlustað. Opið hús krefst engrar skuldbindingar annarrar en trúnaðar um það sem þar er sagt.