4. nóvember - MAKAMISSIR

kl. 20:00 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Dr. Bragi Skúlason sjúkrahússprestur verður með erindi um makamissi.

Bragi lauk rannsókn á sorg íslenskra ekkla í fyrra en var áður búinn að vinna með ekkjum í sorgarnámskeiðum í mörg ár. Makamissir er með álagsmestu lífsreynslu sem þekkt er. Eftirlifandi maki þarf að takast á við miklar breytingar og aðlagast lífi á mjög breyttum forsendum.

Hægt verður að skrá sig í stuðningshóp fyrir þá sem misst hafa maka.